top of page
Mull_Off The Wall_When Jesus Divorced Me_038_edited.jpg

“Snjall og áhrifamikill einleikur…Þetta ferðalag útrásar, sjálfsefa og uppgötvunar er bæði hrífandi og lágstemmt, líkt og ukulele-ið sem notað er í bróðurparti undirleiksins.”
On Stage Pittsburgh

 

“Ég var gagntekinn af hverju orði og hreyfingu... þetta er hiklaust eftirtektarverð leiksýning.” – Pittsburgh-owlscribe.blogspot

 

“Sýning Young er bæði í senn, uppistand og þjóðlagatónleikar...[hún] kemur á óvart. Þetta er dásamleg og upplífgandi saga um Young og hennar erfiðasta tímabil, en uppúr hyldýpi angistar nær hún hæstu hæðum gleðinnar og áhorfendur fylgja henni hvert skref.” - burghvivant.org

16., 17. & 18. maí 2024 

When Jesus Divorced Me 
Höfundur og leikari: Laura Irene Young
Leikstjóri: Allison Weakland

Hún giftist manni drauma sinna. Stuttu eftir brúðkaupið fær hann vinnu í skemmtigarði þar sem hann ýmist leikur Jesú eða krossfestir hann, dag hvern kl. 3. Hún reynir af fremsta megni að vera stolt af honum í þessu nýja hlutverki. Þegar prinsessa úr nærliggjandi skemmtigarði kemur til sögunnar áttar hún sig á að ekki er allt með felldu. Nú neyðist hún að horfast í augu við þessa skrýtnu og spaugilegu afleiðingar.

 

Saga um það hvernig við tökumst á við óreiðu lífsins og sambandsslit. Þessir óvenjulegu þjóðlagatónleikar Laura Irene Young flakka snilldarlega milli hláturs og gráturs, og tónlistin er bæði í senn gáskafull og berskjölduð. Þú vilt ekki missa af þessari sýningu.

Um sýninguna

"Fyrrverandi eiginmaður vinkonu minnar lék Jesús og yfirgaf hana fyrir Maríu Magdalenu og sagði að Guð vildi að þau yrðu saman og það væri hún sem stæði í vegi fyrir þeim."

Þessi skrýtna saga hefur hljómað í partíum í nokkur ár. Því fannst okkur tilvalið að endursegja hana í leikhúsuppfærslu með tónlist! Laura lítur um öxl á þennan örlagaríka áratug og rýnir í sína óvenjulegu ástarsögu, ásamt tilfinningalegu rústunum eftir sprenginguna.

Þetta er sorgarsaga en um leið of fáránleg til að vera tekið af fullri alvöru.

Ástarsagan

Hver skilnaður byrjar sem ástarsaga...

hér er ein þeirra. Tveir leikarar urðu vinir að sumri til í Ohio. Einföld sumarráðning og kynning gegnum sameiginlega vini á netinu leiddi til vinskapar sem fljótlega breyttist í ástarsamband. Þau hjálpuðu hvoru öðru með einræður, áheyrnarprufur, handritsskriftir og að ferðast til ýmissa borga fyrir prufur og ráðningar. Að lokum kvæntust þau. Brúðurin var trúuð en brúðguminn ekki. Hann fór í prufu í kristilegum skemmtigarði og fékk hlutverk í öllum sýningum þeirra, þar á meðal í krossfestingu Krists. Hún fylgdist spennt með því hvernig eiginmaður hennar varð sífellt trúaðri, þar til hann yfirgaf hana skyndilega fyrir leikkonuna sem lék Maríu Magdalenu. Þið kannist kannski við hana. 

Leikskáldið

Laura Irene Young er skapandi listamaður frá Pittsburgh í Pennsylvaníu. Hún hefur verið í mörgum útileikritum, farið í leikferðir, verið atvinnu marglytta og aukaleikari í bakgrunni margra sjónvarpsþátta sem teknir hafa verið upp í Atlanta. Hún á það til að skrifa kvikmyndahandrit, leikrit eða skáldsögu um það sem fyrir hana kemur. Stundum, þegar eitthvað hryggir hana, semur hún  um það spaugilegt lag til að vinna úr tilfinningum sínum. 

Mull_Off The Wall_When Jesus Divorced Me-101.jpg
bottom of page